Mosi sendir öllum í Kattholti kæra kveðju úr vesturbænum. Hann lifir rólegu lífi og nýtur þess að horfa á hunda og ketti úr hæfilegri fjarlægð úr glugganum sínum og af svölunum. Svo skreppur hann öðru hvoru í bíltúr út á Seltjarnarnes til að skoða fuglalif og fleira í fjörunni. Hann er mikill gleðigjafi hér á bæ!+
Mosi lenti í bílslysi á Holtavörðuheiði vorið 2003 og var týndur í fimm vikur. Hann gekk þá undir nafninu Moli. Nýir eigendur nefndu hann Mosa þar sem hann vafraði um í mosanum á heiðinni í fimm vikur áður en hann fannst.