Nú styttist í jólin og margir ætla út úr bænum eða til útlanda í fríinu. Um síðustu jól var fullbókað, enn eru laus pláss eftir fyrir þessi jól. Við hvetjum ykkur til að panta sem fyrst.

Það er gott að vita af kettinum í öruggum höndum þegar farið er í frí. Yfir hátíðarnir er mikið um að vera og kettir í pössun hjá vinum og vandamönnum eiga það til að stinga af og týnast. Oft er því öruggara að hafa köttinn á Hótel Kattholti.

Minnum kattaeigendur á að panta sem fyrst, ef þeir vilja vera öruggir um pláss. Það er vanalega mikil aðsókn á hótelið á þessum árstíma.

Kettir þurfa að vera fullbólusettir, ormahreinsaðir og hafa náð sex mánaða aldri. Fresskettir þurfa að vera geltir.

Gistingu er hægt að panta í síma 567-2909 og/eða með því að senda tölvupóst á [email protected]

Með kærri kveðju

starfsfólk í  Kattholti