16.08.2019

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal sem er svört (yrjótt). Hún fannst við Vatnshóla á grasbletti í beinni línu við strætóstoppustöð. Hún var ekki með ákverka á sér og ekki örmerkt. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

06.08.2019

Komið var með gulbröndótta og hvíta látna læðu á Dýraspítalann í Víðidal. Hún fannst að morgni 4. ágúst á Reykjanesbraut við Kaldárselsveginn í Hafnarfirði. Læðan er ung og ómerkt, hvorki með ól né örmerkt. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

17.07.2019

Komið var með dáinn ógeldan fress á Dýraspítalann í Víðidal þann 17.07.2019. Keyrt hafði verið á hann á gatnamótum Kleppsvegar móts við Holtagarða. Hann er grár á litinn með stuttan feld, hvíta bletti á bringu, náranum og tvo hvíta sokka á framfótum. Ekki örmerktur né með ól. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

26.06.2019

Komið var með dána læðu á Dýraspítalann í Víðidal sem lent hafði í ákeyrslu. Læðan er grá og hvít, að mestu leyti grá, en með hvíta sokka og hvítt á höku. Hún fannst við Sæbraut í Reykjavík. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

26.06.2019

Lögreglan kom með dáinn ógeldan fress á Dýraspítalann í Víðidal sem fannst við Álfhólfsveg. Hann er svartur og hvítur með hvítar loppur, hvíta blesu og hvíta höku. Ómerktur og var ekki með ól. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

12.06.2019

Dökkbröndótt læða fannst dáin í Grænuhlíð í Reykjavík. Ekki örmerkt og ekki eyrnamerkt. Neon gul-græn ól með 2 bjöllum, önnur bleik, hin gulllituð. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

20.05.2019

Svört dáin kisa fannst við Höfðabakka í Reykjavík. Hún var ekki örmerkt en með rauða ól með steinum. Ef þið kannist við lýsinguna vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Mosfellsbæ í síma 566-5066.

26.04.2019

Komið var með brúnbröndótta og hvíta dána læðu. Hún var með gráa endurskins ól með loppuförum og bjöllu. Ómerkt. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

Komið var með dáinn kött upp á Dýraspítalann í Víðidal. Hann er brúngrár með smá hvítu og með skærgula endurskins ól. Hann heitir Pési og er örmerktur á fyrrum eiganda. Ekki er vitað hver núverandi eigandi hans er. Ef þið kannist við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

10.04.2019

Komið var með dáinn kött á Dýraspítalinn í Víðidal eftir ákeyrslu. Þetta var svartur ógeldur fress, fannst ekkert örmerki. Ekki vita hvar hann fannst. Ef einhver kannast við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

13.02.2019

Svartur og hvítur köttur með hvíta grímu og sokka fannst dáinn við Meistaravelli. Númerið á ólinni er gamalt (Stjáni s. 773-0455) og hann ekki skráður. Ef einhver kannast við lýsinguna þá vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900.

02.01.2019

Komið var með svartan dáinn fress á Dýraspítalann í Víðidal sem fannst á Skólavörðustíg í Reykjavík. Líklegast geldur en ekki örmerktur. Vinsamlegast hafið samband við Dýraspítalann í Víðidal í síma 540-9900 ef þið kannist við lýsinguna.