Móa litla kom til okkar í Kattholt nokkrum dögum eftir að fyrsta Covid-19 smitið kom upp hérlendis. Hún hafði verið á þvælingi í kringum sveitabæ nálægt Hvammstanga í margar vikur áður en henni var bjargað og komið í skjól hjá okkur.

Móa var auglýst í „fundinn köttur“ í rúmar 2 vikur eins og reglugerð Reykjavíkur segir til um. Enginn vitjaði hennar, svo að þeim tíma liðnum fór hún í „heimilisleit“. Hún bræddi alla sem á vegi hennar urðu, enda dásamleg, ung og ástrík læða.

Það fór svo að ungt par vildi bjóða henni að búa hjá sér svo að kisustrákurinn þeirra, hann Keli, mundi eignast systir. Umsókn þeirra var samþykkt og fór hún til þeirra í lok mars. Henni líður mjög vel á nýja heimilinu þar sem hún er umvafin ást og umhyggju.

Við fengum þessar myndir sendar af Covid kisunni okkar, henni Móu ♥

Takk fyrir að taka hana að ykkur og gangi ykkur vel í framtíðinni.