Kisur í heimilisleit eru sýndar eftir hádegi á virkum dögum á fyrirfram bókuðum tíma. Bókun fer fram símleiðis milli kl. 9-12 á virkum dögum í síma 567-2909 eða í gegnum tölvupóst á [email protected].

Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili.

Þegar köttur fer á nýtt heimili frá Kattholti þá greiðir nýr eigandi fyrir ófrjósemisaðgerð,
ormahreinsun, örmerkingu og skráningu og 1. bólusetningu, samtals kr. 24.500-.

Kettir í heimilisleit eru auglýstir undir kisurnar> kisur í heimilisleit á
heimasíðu. Dýraspítalinn í Víðidal sér um dýralæknaþjónustu fyrir Kattholt.