Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Reykjavíkurmaraþon 2019

15.07.2019|Comments Off on Reykjavíkurmaraþon 2019

Reykjavíkurmaraþon 2019 fer fram laugardaginn 24. ágúst. Undarfarin ár hafa frábærir einstaklingar hlaupið fyrir Kattholt - Kattavinafélag Íslands. Hvetjum gamla og nýja til að taka þátt í ár og skrá sig til leiks! Við hvetjum [...]

17. júní 2019

17.06.2019|Comments Off on 17. júní 2019

Óskum velunnurum og landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.

Vatn handa kisum

14.06.2019|Comments Off on Vatn handa kisum

Munum eftir kisum í þessari þurrkatíð. Kattavinafélagið beinir þeim vinsamlegu tilmælum til fólks í þéttbýli og dreifbýli, að það hugi að því að setja út vatn fyrir ketti. Kettir eru viðkvæmir fyrir vökvaskorti, sem getur [...]

Kisunammi að gjöf

12.06.2019|Comments Off on Kisunammi að gjöf

Við erum innilega þakklát Tradex ehf. sem gáfu okkur harðfisktöflur fyrir kisurnar í Kattholti. Nammið var selt á Kisudeginum 1. júní sl. og allur ágóði rann til athvarfsins. Íbúar Kattholts njóta góðs af gjöfinni, nammið [...]

Lífspeki kattarins

12.06.2019|Comments Off on Lífspeki kattarins

Áslaug Björt Guðmundardóttir heimsótti Kattholt nýlega og afhenti starfsfólki og hótelstýrunni eintök af bókinni sinni Lífspeki kattarins: Lærðu af þeim sem listina kann. Þetta er falleg og skemmtileg bók fyrir alla kattaeigendur. Áslaug býr með [...]

Fullbókað á Hótel Kattholti

10.06.2019|Comments Off on Fullbókað á Hótel Kattholti

Fullbókað er á Hótel Kattholti til 23. júlí nk. Minnum á að nú er tíminn til að panta hótelgistingu fyrir kisu um verslunarmannahelgina.   Þeir sem hafa áhuga á að vera á biðlista geta haft [...]

Takk fyrir komuna á Kisudaginn!

02.06.2019|Comments Off on Takk fyrir komuna á Kisudaginn!

Kæru vinir! Kisur og fólk í Kattholti þakka yndislegan Kisudag í gær! Allt var eins og best verður á kosið, frábærir gestir, gott veður og allir glaðir! Stuðningur ykkar er ómetanlegur. Hlökkum til að sjá [...]

Kisudagur í Kattholti 1. júní n.k.

24.05.2019|Comments Off on Kisudagur í Kattholti 1. júní n.k.

Haldinn verður markaður í leiðinni til styrktar athvarfinu og verður ýmislegt í boði þar. Starfsemin kynnt og sýndar kisur í heimilisleit. En þær eru hver annarri fallegri og betri og þrá heitt að eignast góða [...]

Hefðarkisa styrkir Kattholt

18.05.2019|Comments Off on Hefðarkisa styrkir Kattholt

Og aðstandendur hennar komu færandi hendi með samning sem undirritaður var í umsjá Jasmínar hótelstýru. Kisur og fólk í Kattholti fögnuðu þessu fallega framtaki sem án efa verður kisum í Kattholti til heilla. Hjartans þakkir [...]

Fósturheimili óskast í sumar

16.05.2019|Comments Off on Fósturheimili óskast í sumar

Óskum eftir fósturheimili fyrir læðu með þrjá viku gamla kettlinga næstu tvo mánuði. Læðan er ljúf en lítil í sér. Hún hugsar afar vel um kettlingana sína. Við leitum að ábyrgðarfullum einstaklingi og kattavini sem [...]

Aðalfundur

10.05.2019|Comments Off on Aðalfundur

Aðalfundur Kattavinafélags Íslands verður haldinn í húsi félagsins að Stangarhyl 2, Reykjavík, miðvikudaginn 22. maí 2019 kl. 20:00 Dagsskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál, löglega fram borin Kaffiveitingar Félagar eru hvattir til [...]

Sjúkrasjóðurinn Nótt

10.05.2019|Comments Off on Sjúkrasjóðurinn Nótt

Undanfarnar vikur hafa komið margar meiddar og/eða veikar óskilakisur í Kattholt. Reynt hefur verið að hlú að þeim og hjúkra með hjálp dýralækna eftir bestu getu. Sumar þeirra hafa þurft í erfiðar beinaðgerðir og meðferðir [...]

Varptími fugla

01.05.2019|Comments Off on Varptími fugla

Nú þegar farfuglarnir eru komnir til landsins og varptími þeirra og annarra fugla er hafin, styttist í að ungar fari á kreik. Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur til að fara að reglugerðum sveitarfélaga og halda köttum [...]

Hlutastarf í sumar-búið að ráða

30.04.2019|Comments Off on Hlutastarf í sumar-búið að ráða

BÚIÐ AÐ RÁÐA Í STARFIÐ Okkur vantar hörkuduglegan starfsmann í sumar sem er tilbúinn að vinna undir álagi, er jákvæður, stundvís og umfram allt mikill kisuvinur. Starfið felst í umönnun, ræstingu og afgreiðslu. Vinnutími er aðra hvora helgi, laugardag [...]

Öxlum ábyrgð!

26.04.2019|Comments Off on Öxlum ábyrgð!

Það eru til ráð til þess að sporna gegn offjölgun katta. Árlega eru aprílmánuður og fram í maí sannkallaðir kettlingamánuðir. Sama má segja um júlí og ágúst. Undanfarna daga hafa margar yfirgefnir kettir komið í [...]

Allar fréttir >>