Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Námskeið fyrir kattaeigendur

07.02.2019|Comments Off on Námskeið fyrir kattaeigendur

Mánudaginn 11. febrúar kl. 20-21.30 verður haldið Tellington TTouch námskeið fyrir kattaeigendur með Maríu Weiss í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík. Hverjir ættu að nýta sér þetta: Sýnir kötturinn þinn hegðun sem gerir sambýlið við fólk [...]

Vergangskisur eiga erfitt núna!

02.02.2019|Comments Off on Vergangskisur eiga erfitt núna!

Kæru vinir! Vergangskisur eiga erfitt líf í fimbulkuldanum sem nú gengur yfir landið. Höfum augun opin fyrir þeim og hlúum að þeim eftir bestu getu t.d. með skjóli og mat.

Nýir félagar boðnir velkomnir.

29.01.2019|Comments Off on Nýir félagar boðnir velkomnir.

Að undanförnu hafa fjölmargir nýir félagar bæst í hópinn. Því fögnum við að sjálfsögðu og bjóðum þá hjartanlega velkomna. Þökkum um leið hlý og falleg orð í okkar garð. Næsti gjalddagi árgjalds verður 1.maí n.k. [...]

Hetjan Óli

24.01.2019|Comments Off on Hetjan Óli

Kattavinir komu með Óla í Kattholt fyrir tæpum tveimur vikum en hann fannst vannærður og slasaður á fæti. Síðan þá hefur hann fengið góða meðhöndlun hjá dýralæknum og verið hjúkrað í Kattholti. Í byrjun vikunnar [...]

Erfiður tími fyrir marga ketti

21.01.2019|Comments Off on Erfiður tími fyrir marga ketti

Veðrið síðustu daga hefur verið mörgum kisum erfitt. Týndar- og vergangskisur leita inn í hús eftir hlýju og mat. Hætta er á að einhverjar lokist inn í þvottahúsum, geymslum og skúrum og mikilvægt er að [...]

Dagatal leiðrétting

15.01.2019|Comments Off on Dagatal leiðrétting

Við biðjumst velvirðingar á því að í dagatalinu okkar fyrir 2019 eru tveir merkisdagar ekki á réttum dagssetningum. Undirbúningsvinna fyrir dagatalið byrjaði snemma eða í byrjun október síðastl. og þá sagði á dagarnir.is (búið er [...]

Nýjárskveðja úr Kattholti

31.12.2018|Comments Off on Nýjárskveðja úr Kattholti

Kæru kattavinir nær og fjær! Sendum ykkur hugheilar óskir um bjart og friðsælt nýtt ár! Þökkum um leið hjartanlega fyrir ómetanlegan stuðning og tryggð á árinu sem er að líða. Velunnarar standa dyggan vörð um [...]

Minningargjöf

31.12.2018|Comments Off on Minningargjöf

Eigendur kisunnar Mjallar í Kópavogi hafa fært Kattholti veglega gjöf til minningar um hana. Mjöll var undan læðunni Mónu Lísu sem var kettlingafull á vergangi áður en henni var bjargað. Mjöll átti gott líf hjá [...]

Af hverju týnast svona margir kettir?

30.12.2018|Comments Off on Af hverju týnast svona margir kettir?

Það líður ekki sá dagur að einn eða fleiri kettir séu auglýstir týndir í þéttbýli eða dreifbýli. Sennilega er vandamálið sýnilegra með aukinni notkun samfélagsmiðla, t.d. með fjölda kattasíðna á Facebook. Ástæður þess að allir [...]

Áramótaráð

28.12.2018|Comments Off on Áramótaráð

Gamlársdagur og dagarnir í kringum hann, eru köttum og öðrum gæludýrum erfiðir. Margir kettir verða skelfingu lostnir yfir hljóðum, lykt, ljósi og leiftri sem fylgir flugeldum og skilja ekki hvað um er að vera. Við [...]

Jólakveðja

23.12.2018|Comments Off on Jólakveðja

Gleðileg jól kæru kattavinir.

Opnunartími yfir jól og áramót

20.12.2018|Comments Off on Opnunartími yfir jól og áramót

Opnunartíminn yfir jól og áramót í Kattholti er eftirfarandi: 22. desember, laugardag: kl. 9-11 23. desember, Þorláksmessa: kl. 9-11 24. – 26. desember: kl. 9-11 27. – 28. desember: kl. 9-15 29. desember – 1. [...]

Monsu og Pöndu vantar heimili

14.12.2018|Comments Off on Monsu og Pöndu vantar heimili

Monsa og Panda leita að nýju heimili. Þær eru frábærar og samrýmdar systur miklir keli kettir og góðir félagar. Kettirnir eru vanir börnum og öðrum dýrum. Þær eru bólusettar, örmerktar og geldar. Þær eru um [...]

Jólabók Grallaranna

14.12.2018|Comments Off on Jólabók Grallaranna

Jólabók Grallaranna fæst í netverslun Kattholts og rennur söluverð óskipt til Kattholts => https://verslun.kattholt.is Glingló og Dabbi eru rammíslenskar, skemmtilegar og uppátækjasamar kisur. Sögurnar eru í vísnaformi, vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, [...]

Kettlingum hent út

08.12.2018|Comments Off on Kettlingum hent út

Pappakassi með fjórum kettlingum fannst nýlega fyrir utan Kattholt. Okkur þykir ólíðanlegt með öllu að kettir séu skildir svona eftir og erum ákaflega sorgmædd yfir þessu. Kettlingarnir voru skelfingu lostnir. Við biðjum fólk að hafa [...]

Allar fréttir >>