Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Gleðilega páska

18.04.2019|Comments Off on Gleðilega páska

Óskum félagsmönnum, velunnurum og landsmönnum öllum, gleðilegrar páskahátíðar.

Opnunartími um páskana

14.04.2019|Comments Off on Opnunartími um páskana

Opnunartíminn er eftirfarandi: 18.apríl skírdagur 9-11 19.apríl föstudagurinn langi 9-11 20.apríl laugardagur 9-11 21.apríl páskadagur 9-11 22.apríl annar í páskum 9-11 (25.apríl sumardagurinn fyrsti 9-11) Vinsamlegast athugið! Aðeins móttaka á hótel- og óskilakisum. Kettir í [...]

Sumarbasar

12.04.2019|Comments Off on Sumarbasar

Kæru velunnarar Kattholts. Venju samkvæmt hefði páskabasar félagsins átt að fara fram fljótlega, en ákveðið hefur verið halda sumarbasar í staðinn, 1.júní nk. Það verður því enginn páskabasar í ár. Hlökkum til að sjá ykkur [...]

Nýjir félagar velkomnir!

11.04.2019|Comments Off on Nýjir félagar velkomnir!

Bjóðum alla nýja félaga hjartanlega velkomna í hópinn! Höfum því miður ekki getað svarað hverjum og einum eins við reynum yfirleitt. Kærar þakkir til ykkar hér með! Alltaf pláss fyrir fleiri, segja kisur!

Vantar heimili

11.04.2019|Comments Off on Vantar heimili

Eins árs læða óskar eftir nýju heimili. Einstaklega skemmtileg og mikil kelirófa sem elskar athygli. Er mikil veiðikló. Er búin að vera í eftirliti hjá dýralækni, bólusett, ormaskoðuð og búið að taka úr sambandi. Hörður Már, [...]

Fullbókað um páskana

08.04.2019|Comments Off on Fullbókað um páskana

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti um páskana. Þeir sem hafa áhuga á að vera á biðlista geta haft samband í síma 567-2909 eða sent póst á kattholt@kattholt.is. Nánari upplýsingar um hótelið á [...]

Rekstrarstjóri óskast

02.04.2019|Comments Off on Rekstrarstjóri óskast

Óskum eftir að ráða rekstrarstjóra.Starfið felst í að halda utan um daglegan rekstur og er það bæði fjölbreytt og gefandi. Leitað er að dýravini, sem er stundvís, röskur og áreiðanlegur og með hagnýta tölvukunnáttu.Viðkomandi verður [...]

Frostlögur drepur tvo ketti í Sandgerði

02.04.2019|Comments Off on Frostlögur drepur tvo ketti í Sandgerði

Það hryggir okkur hjá félaginu, meira en orð fá líst að enn skuli koma upp mál þar sem saklaus dýr verða fórnarlömb hættulegs dýraníðings. Í meðf. frétt eru leiðbeiningar um hvað gera skuli sé uppi [...]

Skráning í félagið

27.03.2019|Comments Off on Skráning í félagið

Við hjá félaginu og kisurnar í Kattholti bjóðum nýja félaga hjartanlega velkomna! Það er dásamlegt að fá allar fallegu kveðjurnar með nýskráningunum og finna þann mikla hlýhug sem að baki býr. Þökkum innilega fyrir okkur!😽 [...]

Verið velkomin í Kattavinafélagið!

22.03.2019|Comments Off on Verið velkomin í Kattavinafélagið!

Kæru kattavinir! Hvernig væri að hjálpa okkur að hjálpa enn fleiri kisum og ganga í félagið? Á þess vegum vinna auk okkar frábæra starfsfólks í Kattholti, ómissandi sjálboðaliðar ásamt stjórnarmönnum. Öll látum við okkur varða [...]

Lokum kl. 16 í dag

22.03.2019|Comments Off on Lokum kl. 16 í dag

Kattholt lokar kl. 16 í dag, föstudaginn 22. mars vegna veðurs.

Sýnum ábyrgð

15.03.2019|Comments Off on Sýnum ábyrgð

Kæru kattaeigendur! Sýnið ábyrgð og látið gelda fresskettina ykkar (sem er skylda samkv. reglugerðum sveitarfélaga um kattahald), og látið taka læður úr sambandi. Þannig komum við í veg fyrir offjölgun og miklar þjáningar fjölda katta, [...]

Netverslun Kattholts

04.03.2019|Comments Off on Netverslun Kattholts

Í netversluninni eru skemmtilegar gjafir handa kattavinum s.s. könnur og innkaupapokar. Allt til styrktar Kattholti. Sjá: https://verslun.kattholt.is/    

KÍS 43 ára

28.02.2019|Comments Off on KÍS 43 ára

Í dag eru liðin 43 ár síðan Kattavinafélag Íslands var stofnað. Þá var þörfin fyrir félag til hjálpar kisum mikil og þótt heilmargt hafi áunnist í þessum málum og fleiri félög bæst í hópinn er [...]

  • Kisa

Örmerki og skráning katta hjálpar að koma týndum köttum aftur til síns heima

25.02.2019|Comments Off on Örmerki og skráning katta hjálpar að koma týndum köttum aftur til síns heima

Viðtal við Halldóru Björk Ragnarsdóttur, formann KÍS á mbl.is.

Allar fréttir >>