Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími í Kattholti

Opið er alla virka daga kl. 9-15 og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar eftir hádegi á virkum dögum á fyrirfram bókuðum tíma. Bókun fer fram símleiðis milli kl. 9-12 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Júlíopnun 2020 er kl. 9-16 á virkum dögum.

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Nýr Kattholtskisi

15.07.2020|Comments Off on Nýr Kattholtskisi

Lubbi Lubbason tók formlega við titlinum "Kattholtskisinn" í gær. Hann tekur titlinum afar alvarlega og er mikið hjálplegur á skrifstofunni eins og sést vel á myndinni <3 Hann er elskaður af öllum sem hingað koma og [...]

Fósturheimili óskast í sumar

09.07.2020|Comments Off on Fósturheimili óskast í sumar

Óskum eftir fósturheimili fyrir læðu með fimm 3 vikna gamla kettlinga næstu tvo mánuði. Læðan er ljúf en lítil í sér. Hún hugsar afar vel um kettlingana sína. Við leitum að ábyrgðarfullum einstaklingi og kattavini [...]

Reykjavíkurmaraþon 2020

08.07.2020|Comments Off on Reykjavíkurmaraþon 2020

Reykjavíkurmaraþon 2020 fer fram laugardaginn 22. ágúst. Undarfarin ár hafa frábærir einstaklingar hlaupið fyrir Kattholt - Kattavinafélag Íslands. Hvetjum gamla og nýja til að taka þátt í ár og skrá sig til leiks! Við hvetjum [...]

Kattholt í morgunþætti K100

11.06.2020|Comments Off on Kattholt í morgunþætti K100

Rætt var um fyrirhugað kettlingajóga í morgunþætti K100 í dag, fimmtudaginn 11. júní 2020 🙂 https://k100.mbl.is/brot/spila/9367/

Loksins aftur kisujóga 🙂

10.06.2020|Comments Off on Loksins aftur kisujóga 🙂

Biðin er loks á enda og hægt verður að bóka sig í jóga með kettlingum þann 21. júní nk. Hægt er að lesa nánar um atburðinn á facebook síðu Kattholts: https://www.facebook.com/events/1201051226915831/ Hlökkum til að sjá [...]

Aðalfundi frestað

09.05.2020|Comments Off on Aðalfundi frestað

Aðalfundi félagsins sem halda átti nú í maí mánuði verður frestað vegna COVID-19. Skv lögum félagsins á að halda aðalfundinn fyrir 31. maí ár hvert, en vegna þessara sérstöku aðstæðna hefur stjórn félagsins ákveðið að [...]

Kisi maí mánaðar!

04.05.2020|Comments Off on Kisi maí mánaðar!

Brimir er 3 ára konungur sem var valinn kisi maí mánaðar af starfsfólki Kattholts. Hann fannst á vergangi og var ómerktur og ógeltur þegar hann kom til okkar í byrjun apríl. Hann er barngóður og [...]

Tímabundið breyttur opnunartími vegna Covid-19

14.04.2020|Comments Off on Tímabundið breyttur opnunartími vegna Covid-19

Tímabundið breyttur opnunartími Alla virka daga frá 9-15 Um helgar og á rauðum dögum frá 9-11 Hægt er að panta tíma til þess að skoða kisur í heimilisleit símleiðis (567-2909) á auglýstum opnunartíma, í gegnum [...]

Gleðilega páska

12.04.2020|Comments Off on Gleðilega páska

Við í Kattholti óskum landsmönnum öllum gleðilegra páska 🐣 Allar kisurnar okkar fengu soðinn fisk í páskamatinn og voru heldur betur sáttar við það 🐈 Myndin er af hótelgesti okkar, henni Lady ❣️

Opnunartími um páskana

07.04.2020|Comments Off on Opnunartími um páskana

Opnunartími í Kattholti um páskana: Skírdagur 9-11 Föstudagurinn langi 9-11 Laugardagur 9-11 Páskadagur 9-11 Annar í páskum 9-11 Einnig er hægt að senda erindi í tölvupósti á netfangið [email protected]   Kisur í heimilisleit verða ekki [...]

Covid-19 og kettirnir okkar

05.04.2020|Comments Off on Covid-19 og kettirnir okkar

Fréttin sem birtist í Mannlífi fyrir helgi var villandi. Kattavinafélag Íslands vekur athygli á að kattaeigendur þurfa ekki að hræðast að kettir þeirri geti smitast af Covid-19 eða borið smit og þurfa því alls EKKI [...]

Nadja hin fagra

27.03.2020|Comments Off on Nadja hin fagra

Nadja hin fagra kom til okkar í ágúst sl. og var svo ættleitt skömmu síðar 🐾🐈 Við fengum þessa mynd senda frá nýju eigendunum sem sýnir hversu vel henni líður ❣️ Takk fyrir myndina, gangi ykkur vel!

Vegna Covid19

12.03.2020|Comments Off on Vegna Covid19

Störf í boði í Kattholti

10.03.2020|Comments Off on Störf í boði í Kattholti

Hér má sjá auglýsingu vegna hlutastarfa sem í boði eru hjá okkur í Kattholti. https://www.storf.is/goto/index/55936

Minnum á að bóka gistingu fyrir kisu yfir páskana

05.03.2020|Comments Off on Minnum á að bóka gistingu fyrir kisu yfir páskana

Senn líður að páskahátíðinni og fara þá gjarnan margir erlendis eða í sumarbústað. Við minnum fólk á að bóka hótelpláss fyrir kisuna tímanlega hjá okkur hér í Kattholti. Hægt er að bóka símleiðis í síma [...]

Allar fréttir >>