Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-16 og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 13-15 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Opnunartími um páskana

07.04.2020|Comments Off on Opnunartími um páskana

Opnunartími í Kattholti um páskana: Skírdagur 9-11 Föstudagurinn langi 9-11 Laugardagur 9-11 Páskadagur 9-11 Annar í páskum 9-11 Einnig er hægt að senda erindi í tölvupósti á netfangið [email protected]   Kisur í heimilisleit verða ekki [...]

Covid-19 og kettirnir okkar

05.04.2020|Comments Off on Covid-19 og kettirnir okkar

Fréttin sem birtist í Mannlífi fyrir helgi var villandi. Kattavinafélag Íslands vekur athygli á að kattaeigendur þurfa ekki að hræðast að kettir þeirri geti smitast af Covid-19 eða borið smit og þurfa því alls EKKI [...]

Nadja hin fagra

27.03.2020|Comments Off on Nadja hin fagra

Nadja hin fagra kom til okkar í ágúst sl. og var svo ættleitt skömmu síðar 🐾🐈 Við fengum þessa mynd senda frá nýju eigendunum sem sýnir hversu vel henni líður ❣️ Takk fyrir myndina, gangi ykkur vel!

Vegna Covid19

12.03.2020|Comments Off on Vegna Covid19

Störf í boði í Kattholti

10.03.2020|Comments Off on Störf í boði í Kattholti

Hér má sjá auglýsingu vegna hlutastarfa sem í boði eru hjá okkur í Kattholti. https://www.storf.is/goto/index/55936

Minnum á að bóka gistingu fyrir kisu yfir páskana

05.03.2020|Comments Off on Minnum á að bóka gistingu fyrir kisu yfir páskana

Senn líður að páskahátíðinni og fara þá gjarnan margir erlendis eða í sumarbústað. Við minnum fólk á að bóka hótelpláss fyrir kisuna tímanlega hjá okkur hér í Kattholti. Hægt er að bóka símleiðis í síma [...]

KÍS 44 ára

28.02.2020|Comments Off on KÍS 44 ára

Þennan dag, 28.febrúar 1976 kom hópur kattavina saman og stofnaði Kattavinafélag Íslands. Tilgangurinn með stofnun félagsins: "að vinna að betri meðferð katta, standa vörð um að allir kettir njóti þeirrar lögverndar, sem gildandi dýraverndunarlög mæla [...]

Píanó

27.02.2020|Comments Off on Píanó

Munið þið eftir kisu nóvember mánaðar? Píanó fannst úti og hafði verið á flakki í einhverja mánuði áður en hún kom til okkar í Kattholt. Hún var alveg ómerkt og enginn kannaðist við hana. Hún [...]

Tilkynning vegna óveðurs

13.02.2020|Comments Off on Tilkynning vegna óveðurs

ATH! LOKAÐ VEGNA VEÐURS! Kattholt fer að ráðum almannavarna og verður lokað frá 9-12 á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Opið verður frá 12-16. Höldum kisunum inni í óveðrinu!

Áramótakveðja

30.12.2019|Comments Off on Áramótakveðja

Kæru kattavinir nær og fjær! Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands, sendir dýravinum og öðrum landsmönnum bestu óskir um gæfu og gott gengi á nýju ári. Þökkum ómetanlega stuðning á árinu sem er að líða.  Munum [...]

Áramótaráð

30.12.2019|Comments Off on Áramótaráð

Gamlársdagur og dagarnir í kringum hann, eru köttum og öðrum gæludýrum erfiðir. Margir kettir verða skelfingu lostnir yfir hljóðum, lykt, ljósi og leiftri sem fylgir flugeldum og skilja ekki hvað um er að vera. Við [...]

Jólakveðja

23.12.2019|Comments Off on Jólakveðja

Gleðileg jól kæru kattavinir.

Kisur í heimilisleit komnar í jólafrí 🙂

18.12.2019|Comments Off on Kisur í heimilisleit komnar í jólafrí 🙂

Kisur í heimilisleit verða ekki sýndar fyrr en 6. janúar. Þær fóru saman í jólafrí á Tenerife og eru í afslöppun og dekri.  

Jólasaga Kaspers úr Kattholti

18.12.2019|Comments Off on Jólasaga Kaspers úr Kattholti

Jólasaga Kattholts Kasper okkar, sem var öldungur Kattholts, orðinn 11 ára gamall og nýgreindur með nýrnaveiki fékk loksins dásamlegt framtíðarheimili á Sauðárkróki <3 Við fengum þessa mynda senda frá nýja eigandanum sem sagði okkur að honum liði [...]

Auglýstur opnunartími Kattholts yfir jól og áramót!

11.12.2019|Comments Off on Auglýstur opnunartími Kattholts yfir jól og áramót!

Opnunartími Kattholts yfir jól og áramót: 23. des 9-15 24. des 9-11 25. des 9-11 26. des 9-11 27. des 9-15 28. des 9-11 29. des 9-11 30. des 9-15 31. des 9-11 1. jan [...]

Allar fréttir >>