Velkomin á heimasíðu Kattholts
Opnunartími í Kattholti
Opið er alla virka daga kl. 9-15 og á laugardögum kl. 9-11. ATH. Lokað verður á sunnudögum frá og með 1. september 2020. Símatímar eru alla virka daga milli 9-12. Kisur í heimilisleit eru sýndar eftir hádegi á virkum dögum á fyrirfram bókuðum tíma. Bókun fer fram símleiðis milli kl. 9-12 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.
Neyðaraðstoð
Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.
Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.
Fréttir
Hetjan okkar hann Luigi <3
Elsku fallegi og góði Luigi okkar var í aðgerð síðastliðinn þriðjudag þar sem fjarlægja átti afturfót vegna gamals fótbrots sem gréri rangt og illa og olli honum miklum sársauka. Í aðgerðinni kom í ljós ólæknandi, [...]
Kveðjur frá Svíþjóð
Við fengum þessar flottu myndir sendar til okkar frá Svíþjóð! Þetta eru Gulli og Lady sem voru hótelgestir á Hótel Kattholti áður en þau komust út með Norrænu. Þeim líður vel í skóginum hjá heimili [...]
Áramótakveðja
Kæru kattavinir! Stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands, sendir dýravinum og öðrum landsmönnum bestu óskir um gæfu og gott gengi á nýju ári. Þökkum ómetanlega stuðning á árinu sem er að líða. Munum að vernda og [...]
Áramótaráð
Gamlársdagur og dagarnir í kringum hann, eru köttum og öðrum gæludýrum erfiðir. Margir kettir verða skelfingu lostnir yfir hljóðum, lykt, ljósi og leiftri sem fylgir flugeldum og skilja ekki hvað um er að vera. Við [...]
Jólaráð
Flestir kettir elska að leika sér með bönd og spotta, slíkt getur skaðað munn og háls að ekki sé talað um ef spotti af einhverju tagi kemst í maga og þarma. Það getur kostað þjáningar [...]
Jólaopnun í Kattholti
Kattholt verður opið á eftirfarandi tímum yfir jól og áramót 2020: 23.12.2020 - opið frá 9-15 (venjulegur opnunartími) 24.12.2020 - opið frá 9-12 25.12.2020 - lokað 26.12.2020 - lokað 27.12.2020 - lokað 28.12.2020 - opið [...]
Fíkja Sól fer í átak <3
Kattholt fékk matargjöf frá Vistor og þökkum við þeim kærlega fyrir að hugsa til okkar! Þar á meðal var megrunarmatur handa einni Fíkju Sól, sem er aðeins yfir sinni kjörþyngd. Við hófum formlegt átak í [...]
Jólavörur
Jólavörur til styrktar kisunum í Kattholti. Dagatal 2021 og merkimiðar fást á eftirtöldum stöðum: Kattholt, Dýraspítalinn í Víðidal, Gæludýr.is, Dýrabær og Fótaaðgerðarstofa Reykjavíkur. Dagatal 2021: 2.200 kr. Merkimiðar 8 stk: 1.000 kr. Verið hjartanlega velkomin [...]
Netverslun Kattholts
Kæru vinir og velunnarar Kattholts! Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki hefðbundinn jólabasar haldinn í ár. Í hans stað verður boðið upp aukið vöruúrval í netverslun okkar. Þar verða til sölu ýmsar vörur tengdar kisum, [...]
Dagatal Kattholts er komið í sölu!
Dagatal Kattholts er nú komið í sölu hér hjá okkur í Kattholti á auglýstum opnunartímum. Lubbi Lubbason prýðir forsíðuna eins og honum einum sæmir, en myndirnar eru hverjar annarri glæsilegri. Þær eru eftir @thordisreynis ljósmyndara [...]
Kisi nóvember mánaðar
Skuggi er 5 ára bröndóttur og hvítur fress sem var valinn kisi nóvember mánaðar. Hann er mikill veiðikisi og finnst fátt betra en harðfiskur. Hann leitar nú að öruggu og traustu framtíðarheimili þar sem hann [...]
Lubbi Kattholtskisi fer í göngutúr
Lubbi Lubbason fór í sinn fyrsta göngutúr hér í Kattholti. Hann var mjög skeptískur fyrst, en er að njóta sín í botn. Hægt er að fylgjast með Lubba og hinum kisunum í Kattholti á Instagram [...]
Aðalfundur Kattavinafélags Íslands
Aðalfundur Kattavinafélags Íslands verður haldinn í húsi félagsins að Stangarhyl 2, Reykjavík, miðvikudaginn 9. september 2020 kl. 20:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál, löglega fram borin. Stjórnin
Covid-19 kisan hún Móa
Móa litla kom til okkar í Kattholt nokkrum dögum eftir að fyrsta Covid-19 smitið kom upp hérlendis. Hún hafði verið á þvælingi í kringum sveitabæ nálægt Hvammstanga í margar vikur áður en henni var bjargað [...]