Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-16 og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 13-15 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Hjartans þakkir fyrir stuðning ykkar á jólabasarnum!

09.12.2019|Comments Off on Hjartans þakkir fyrir stuðning ykkar á jólabasarnum!

Við hjá Kattavinafélaginu, starfsfólkið og kisurnar í Kattholti, þökkum af öllu hjarta gestum okkar fyrir komuna á jólabasarinn sl. laugardag. Stuðningur ykkar er ómetanlegur fyrir áframhaldandi starfsemi Kattholts. Öllum þeim sem lögðu okkur lið með [...]

Jólabasar í Kattholti

17.11.2019|Comments Off on Jólabasar í Kattholti

Kattavinafélag Íslands heldur árlegan: JÓLABASAR Í KATTHOLTI 30. nóvember 2019 Kl. 11-16 Stangarhyl 2, 110 Reykjavík Að venju verður margt til sölu tengt jólunum eins og jólaskraut, jólakort, merkispjöld, jólapappír og ýmislegt handunnið handverk. Dagatal [...]

Óskir netverslun styrkir Kattholt!

13.11.2019|Comments Off on Óskir netverslun styrkir Kattholt!

Dagana 21. október til 4. nóvember sl. hófst samstarf https://oskir.is netverslunar og Kattholts, en hún Hjördís hjá Óskum var með til sölu frábæra fjölnota poka, myndskreytta eftir listakonuna og kisuvininn Rosinu Wachtmeister og styrkti Kattholt um 300 [...]

Dagatal Kattholts fyrir árið 2020 er komið í sölu!

11.11.2019|Comments Off on Dagatal Kattholts fyrir árið 2020 er komið í sölu!

Dagatalið er tilbúið og komið í sölu! Jafn glæsilegt og fyrri ár, ef ekki glæsilegra! Einnig eru jólavörurnar komnar í sölu, eins og jólasokkurinn, jólakassinn, jóladagatalið, merkispjöldin og jólakortin. Verið velkomin í Kattholt, Stangarhyl 2, [...]

Fullbókað á Hótel Kattholti

29.10.2019|Comments Off on Fullbókað á Hótel Kattholti

Nú er orðið fullbókað á Hótel Kattholti yfir jólin og áramótin.

Hótel Kattholt

25.10.2019|Comments Off on Hótel Kattholt

Minnum á að bóka í tíma fyrir jól og áramót á Hótel Kattholti fyrir fjórfætta fjölskyldumeðliminn. Örfá pláss laus! Bókanir fara fram í tölvupósti á kattholt@kattholt.is eða í síma 567-2909 milli kl 9-16 alla virka [...]

Kisunammið vinsæla komið aftur!

24.10.2019|Comments Off on Kisunammið vinsæla komið aftur!

Vinir okkar hjá Tradex ehf komu færandi hendi með kisunammið vinsæla, en þeir styrkja Kattholt með þessari gjöf og erum við þeim ævinlega þakklát <3 Gott er að eiga góða að <3 Kisunammið fæst hjá [...]

Viðtal við Kattholt um næsta kisu jóga 🙂

15.10.2019|Comments Off on Viðtal við Kattholt um næsta kisu jóga 🙂

https://k100.mbl.is/brot/spila/7299/

Næsta kisu jóga á döfinni

11.10.2019|Comments Off on Næsta kisu jóga á döfinni

Vegna mikillar eftirspurnar verður næsta kisu jóga næsta laugardag klukkan 13:00! Bókanir fara fram símleiðis í síma 567-2909 eða í tölvupósti á kattholt@kattholt.is. Hlökkum til að sjá þig 🙂

Kisu jógað vel heppnað – verður endurtekið!

09.10.2019|Comments Off on Kisu jógað vel heppnað – verður endurtekið!

Kisu jógað síðastliðinn laugardag heppnaðist vel og kisur og menn ánægð með daginn. Takk fyrir stuðninginn allir sem komu og tóku þátt, ekki síst jóga kennarinn hún Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, en hún gaf Kattholti alla [...]

Afrakstur Tattoo daga

23.09.2019|Comments Off on Afrakstur Tattoo daga

Eftir fyrstu tattoo daga Kattholts söfnuðust 11.000 krónur! Tattoo listamaðurinn Trine Tompsen er með sérstaka tattoo aðferð og gaf hún alla vinnu sína til styrktar Kattholti og þökkum við henni vel fyrir. Hægt er að [...]

Kisuvinkonur styrkja Kattholt

23.09.2019|Comments Off on Kisuvinkonur styrkja Kattholt

Þessar 10 ára stelpur, Magnhildur, Aníta, Alexandra og Guðrún söfnuðu flöskum fyrir Kattholt og söfnuðu alls 7.000 krónum. Þökkum við þeim kærlega fyrir. Þær eru miklar kisuvinkonum og halda hér á Unu sem er í [...]

7. bekkur í Hörðuvallaskóla með 20-times verkefni til styrktar Kattholti

20.09.2019|Comments Off on 7. bekkur í Hörðuvallaskóla með 20-times verkefni til styrktar Kattholti

Þessar ungu, efnilegu skóladömur í 7. bekk Hörðuvallaskóla eru að gera "20-times" verkefni fyrir Kattholt, en þær ætla að ganga í hús og safna dósum, selja piparkökur og kakó og fleira til styrktar kisunum í [...]

Kisu Jóga í Kattholti

18.09.2019|Comments Off on Kisu Jóga í Kattholti

UPPFÆRT - FULLBÓKAÐ! Pantanir fóru fram úr okkar björtustu vonum og er allt fullbókað! Látum vita með næsta kisu jóga,s em verður mjög fljótlega! Kattholt kynnir fyrsta Kisu Jógað! Það verður haldið laugardaginn 5. október [...]

Útgáfuhóf Jósefínubókar 14. september

11.09.2019|Comments Off on Útgáfuhóf Jósefínubókar 14. september

Laugardaginn 14. september milli kl 14-15 verður útgáfuhóf á Jósefínubók í Kattholti. Léttar veitingar verða í boði og kisur í heimilisleit verða sýndar. Verið hjartanlega velkomin.

Allar fréttir >>