Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-16 og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 13-15 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Viðtal við Kattholt um næsta kisu jóga 🙂

15.10.2019|Comments Off on Viðtal við Kattholt um næsta kisu jóga 🙂

https://k100.mbl.is/brot/spila/7299/

Næsta kisu jóga á döfinni

11.10.2019|Comments Off on Næsta kisu jóga á döfinni

Vegna mikillar eftirspurnar verður næsta kisu jóga næsta laugardag klukkan 13:00! Bókanir fara fram símleiðis í síma 567-2909 eða í tölvupósti á kattholt@kattholt.is. Hlökkum til að sjá þig 🙂

Kisu jógað vel heppnað – verður endurtekið!

09.10.2019|Comments Off on Kisu jógað vel heppnað – verður endurtekið!

Kisu jógað síðastliðinn laugardag heppnaðist vel og kisur og menn ánægð með daginn. Takk fyrir stuðninginn allir sem komu og tóku þátt, ekki síst jóga kennarinn hún Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, en hún gaf Kattholti alla [...]

Afrakstur Tattoo daga

23.09.2019|Comments Off on Afrakstur Tattoo daga

Eftir fyrstu tattoo daga Kattholts söfnuðust 11.000 krónur! Tattoo listamaðurinn Trine Tompsen er með sérstaka tattoo aðferð og gaf hún alla vinnu sína til styrktar Kattholti og þökkum við henni vel fyrir. Hægt er að [...]

Kisuvinkonur styrkja Kattholt

23.09.2019|Comments Off on Kisuvinkonur styrkja Kattholt

Þessar 10 ára stelpur, Magnhildur, Aníta, Alexandra og Guðrún söfnuðu flöskum fyrir Kattholt og söfnuðu alls 7.000 krónum. Þökkum við þeim kærlega fyrir. Þær eru miklar kisuvinkonum og halda hér á Unu sem er í [...]

7. bekkur í Hörðuvallaskóla með 20-times verkefni til styrktar Kattholti

20.09.2019|Comments Off on 7. bekkur í Hörðuvallaskóla með 20-times verkefni til styrktar Kattholti

Þessar ungu, efnilegu skóladömur í 7. bekk Hörðuvallaskóla eru að gera "20-times" verkefni fyrir Kattholt, en þær ætla að ganga í hús og safna dósum, selja piparkökur og kakó og fleira til styrktar kisunum í [...]

Kisu Jóga í Kattholti

18.09.2019|Comments Off on Kisu Jóga í Kattholti

UPPFÆRT - FULLBÓKAÐ! Pantanir fóru fram úr okkar björtustu vonum og er allt fullbókað! Látum vita með næsta kisu jóga,s em verður mjög fljótlega! Kattholt kynnir fyrsta Kisu Jógað! Það verður haldið laugardaginn 5. október [...]

Útgáfuhóf Jósefínubókar 14. september

11.09.2019|Comments Off on Útgáfuhóf Jósefínubókar 14. september

Laugardaginn 14. september milli kl 14-15 verður útgáfuhóf á Jósefínubók í Kattholti. Léttar veitingar verða í boði og kisur í heimilisleit verða sýndar. Verið hjartanlega velkomin.

Maraþon þakkir

05.09.2019|Comments Off on Maraþon þakkir

Enn og aftur þakkar Kattholt þeim sem hlupu til styrktar kisunum í Maraþoni Reykjavíkur þann 24. ágúst síðastliðinn og vill Kattholt sýna þakklæti í verki og bjóða þeim sem hlupu að koma í heimsókn til [...]

Hlaupið

27.08.2019|Comments Off on Hlaupið

Kæru vinir! Sendum innilegar þakkir til kattavinanna sem hlupu til styrktar félaginu í Reykjavíkurmaraþoni 2019 og þeirra sem hétu á þá. Fleiri kattavinir stóðu vaktina á hvatningarstöð við Hringbraut og hvöttu okkar fólk áfram! Stuðningur [...]

Nýr opnunartími í Kattholti

14.08.2019|Comments Off on Nýr opnunartími í Kattholti

Kattholt auglýsir nýjan opnunartíma frá og með 1. september 2019. Opið verður frá 9-16 alla virka daga og helgaropnun verður frá 9-11. Kisur í heimilisleit verða sýndar á virkum dögum frá 13-15. Kátar kisukveðjur Kattholt

Minning hennar mun lifa..

12.08.2019|Comments Off on Minning hennar mun lifa..

Hótelstýra Kattholts, samfélagsmiðlastjarnan og drottningin hún Jasmín hefur látið af störfum og var kvödd í hinsta sinn þann 6. ágúst síðastliðinn. Veikindi knúðu skyndilega dyra sem ekki var hægt að meðhöndla og var hún því [...]

Alþjóðlegur dagur katta

08.08.2019|Comments Off on Alþjóðlegur dagur katta

Í dag er alþjóðadagur katta (Uk) og viljum við í tilefni þess minna á fjáröflun okkar í Reykjavíkurmarathoninu en hægt er að heita á duglegu hlauparana hérna: https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/695/kattholt-kattavinafelag-islands

Bræðurnir Ripp, Rapp og Rupp þurfa fóstur

21.07.2019|Comments Off on Bræðurnir Ripp, Rapp og Rupp þurfa fóstur

Uppfært - Þeir eru komnir á fósturheimili <3 3 gulbröndóttir bræður sem voru veiddir í fellibúr dagana 15.-20. júlí þurfa fósturheimili til þess að venja þá við að búa á heimili. Við óskum eftir mjög [...]

Söfnuðu og seldu skeljar

17.07.2019|Comments Off on Söfnuðu og seldu skeljar

Vinkonurnar Sunna Dís, Hrafndís, María Mist og Ágústína Líf fóru í fjöruna að safna skeljum sem þær hreinsuðu svo og máluðu og gengu svo í hús til þess að selja til styrktar Kattholti. Þær söfnuðu [...]

Allar fréttir >>