Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Dagatal leiðrétting

15.01.2019|Comments Off on Dagatal leiðrétting

Við biðjumst velvirðingar á því að í dagatalinu okkar fyrir 2019 eru tveir merkisdagar ekki á réttum dagssetningum. Undirbúningsvinna fyrir dagatalið byrjaði snemma eða í byrjun október síðastl. og þá sagði á dagarnir.is (búið er [...]

Þiggjum allt jólaskraut

02.01.2019|Comments Off on Þiggjum allt jólaskraut

Það er aldrei of snemmt að byrja að undirbúa næsta jólabasar. Við yrðum þakklát ef fólk myndi hugsa til okkar þegar það er að taka niður jólaskrautið. Við þiggjum allt jólaskraut með þökkum.

Inniköttur í heimilisleit

02.01.2019|Comments Off on Inniköttur í heimilisleit

Tígri 4 ára innikisi og algjör ljúflingur sem óskar eftir nýju og góðu heimili vegna ofnæmis. Hann er vanur stórum hundum. Tígri er skapgóður og yndislegur. Hann er geltur, örmerktur og bólusettur. Tígri er ekki [...]

Nýjárskveðja úr Kattholti

31.12.2018|Comments Off on Nýjárskveðja úr Kattholti

Kæru kattavinir nær og fjær! Sendum ykkur hugheilar óskir um bjart og friðsælt nýtt ár! Þökkum um leið hjartanlega fyrir ómetanlegan stuðning og tryggð á árinu sem er að líða. Velunnarar standa dyggan vörð um [...]

Minningargjöf

31.12.2018|Comments Off on Minningargjöf

Eigendur kisunnar Mjallar í Kópavogi hafa fært Kattholti veglega gjöf til minningar um hana. Mjöll var undan læðunni Mónu Lísu sem var kettlingafull á vergangi áður en henni var bjargað. Mjöll átti gott líf hjá [...]

Af hverju týnast svona margir kettir?

30.12.2018|Comments Off on Af hverju týnast svona margir kettir?

Það líður ekki sá dagur að einn eða fleiri kettir séu auglýstir týndir í þéttbýli eða dreifbýli. Sennilega er vandamálið sýnilegra með aukinni notkun samfélagsmiðla, t.d. með fjölda kattasíðna á Facebook. Ástæður þess að allir [...]

Áramótaráð

28.12.2018|Comments Off on Áramótaráð

Gamlársdagur og dagarnir í kringum hann, eru köttum og öðrum gæludýrum erfiðir. Margir kettir verða skelfingu lostnir yfir hljóðum, lykt, ljósi og leiftri sem fylgir flugeldum og skilja ekki hvað um er að vera. Við [...]

Jólakveðja

23.12.2018|Comments Off on Jólakveðja

Gleðileg jól kæru kattavinir.

Opnunartími yfir jól og áramót

20.12.2018|Comments Off on Opnunartími yfir jól og áramót

Opnunartíminn yfir jól og áramót í Kattholti er eftirfarandi: 22. desember, laugardag: kl. 9-11 23. desember, Þorláksmessa: kl. 9-11 24. – 26. desember: kl. 9-11 27. – 28. desember: kl. 9-15 29. desember – 1. [...]

Monsu og Pöndu vantar heimili

14.12.2018|Comments Off on Monsu og Pöndu vantar heimili

Monsa og Panda leita að nýju heimili. Þær eru frábærar og samrýmdar systur miklir keli kettir og góðir félagar. Kettirnir eru vanir börnum og öðrum dýrum. Þær eru bólusettar, örmerktar og geldar. Þær eru um [...]

Jólabók Grallaranna

14.12.2018|Comments Off on Jólabók Grallaranna

Jólabók Grallaranna fæst í netverslun Kattholts og rennur söluverð óskipt til Kattholts => https://verslun.kattholt.is Glingló og Dabbi eru rammíslenskar, skemmtilegar og uppátækjasamar kisur. Sögurnar eru í vísnaformi, vel til þess fallnar að auka orðaforða barna, [...]

Kettlingum hent út

08.12.2018|Comments Off on Kettlingum hent út

Pappakassi með fjórum kettlingum fannst nýlega fyrir utan Kattholt. Okkur þykir ólíðanlegt með öllu að kettir séu skildir svona eftir og erum ákaflega sorgmædd yfir þessu. Kettlingarnir voru skelfingu lostnir. Við biðjum fólk að hafa [...]

Fullbókað á hótel Kattholti

05.12.2018|Comments Off on Fullbókað á hótel Kattholti

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti frá 19. desember og yfir jól og áramót. Þeir sem hafa áhuga á að vera á biðlista geta haft samband í síma 567-2909 eða sent póst á [...]

Jólaráð

05.12.2018|Comments Off on Jólaráð

Flestir kettir elska að leika sér með bönd og spotta, slíkt getur skaðað munn og háls að ekki sé talað um ef spotti af einhverju tagi kemst í maga og þarma. Það getur kostað þjáningar [...]

Minningargjöf

05.12.2018|Comments Off on Minningargjöf

Kattavinafélaginu barst í gær bréf frá félögum og vinum Sigurðar heitins Atlasonar hjá Leikfélagi Hólmavíkur, þess efnis að þau ætluðu að færa Kattholti peningagjöf til minningar um hann. Fyrir nokkrum árum lét Sigurður gera kort [...]

Allar fréttir >>