Velkomin á heimasíðu Kattholts

Opnunartími

Kattholt er opið alla virka daga kl. 9-17 (lokað kl. 13-14) og um helgar kl. 9-11. Kisur í heimilisleit eru sýndar kl. 14-16 á virkum dögum. Vinsamlegast athugið að kisurnar eru aðeins sýndar þeim sem ætla að taka að sér kisu á heimili. Ef kisa finnst og talið að hún sé týnd má koma henni í Kattholt á auglýstum opnunartíma. Móttaka á hótelgestum á opnunartíma.

Neyðaraðstoð

Neyðaraðstoð: Ef þú finnur sært eða slasað dýr, vinsamlegast hafðu strax samband við næstu dýralæknastofu (í neyðarnúmer þeirra utan opnunartíma) og lögreglu í síma 112. Ef dýrið er ekki á lífi skal hafa samband við áhaldahús viðkomandi bæjarfélags, í Reykjavík við Umhverfissvið (411-1111) eða lögregluembætti á þeim stað sem dýrið finnst.

Í neyðartilfellum má finna símanúmer vakthafandi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Fréttir

Kettlingum hent út

08.12.2018|Comments Off on Kettlingum hent út

Pappakassi með fjórum kettlingum fannst nýlega fyrir utan Kattholt. Okkur þykir ólíðanlegt með öllu að kettir séu skildir svona eftir og erum ákaflega sorgmædd yfir þessu. Kettlingarnir voru skelfingu lostnir. Við biðjum fólk að hafa [...]

Fullbókað á hótel Kattholti

05.12.2018|Comments Off on Fullbókað á hótel Kattholti

Kæru kattaeigendur! Það er fullbókað á Hótel Kattholti frá 19. desember og yfir jól og áramót. Þeir sem hafa áhuga á að vera á biðlista geta haft samband í síma 567-2909 eða sent póst á [...]

Jólaráð

05.12.2018|Comments Off on Jólaráð

Flestir kettir elska að leika sér með bönd og spotta, slíkt getur skaðað munn og háls að ekki sé talað um ef spotti af einhverju tagi kemst í maga og þarma. Það getur kostað þjáningar [...]

Minningargjöf

05.12.2018|Comments Off on Minningargjöf

Kattavinafélaginu barst í gær bréf frá félögum og vinum Sigurðar heitins Atlasonar hjá Leikfélagi Hólmavíkur, þess efnis að þau ætluðu að færa Kattholti peningagjöf til minningar um hann. Fyrir nokkrum árum lét Sigurður gera kort [...]

Þakkir

02.12.2018|Comments Off on Þakkir

Við hjá Kattavinafélaginu og kisurnar í Kattholti, þökkum af öllu hjarta frábærar viðtökur við jólabasarnum í gær. Öllum þeim sem lögðu okkur lið með að gefa hluti, handverk og baka gómsætar kökur, þökkum við alveg [...]

Vetrarríki

02.12.2018|Comments Off on Vetrarríki

Nú ríkir vetur um land allt og Kattavinafélagið vill beina þeim eindregnu tilmælum til dýravina, hvar sem er á landinu, að þeir hlúi að kisum á vergangi. Kisur á vergangi, hvort sem það eru villikisur, [...]

Jólabasar í dag

01.12.2018|Comments Off on Jólabasar í dag

Jólabasarinn verður opinn til kl. 16 í dag í Kattholti, Stangarhyl 2. Glæsilegar kökur, gjafavörur og basardót. Nokkrar yndislegar kisur taka á móti gestum. Verið hjartanlega velkomin.    

Opnum netverslun

28.11.2018|Comments Off on Opnum netverslun

Vorum að opna netverslun fyrir Kattholt með ýmsum varningi fyrir kisur og kisuvini. Við bætum við fleiri vörum á næstunni. Skoðið endilega hér => https://verslun.kattholt.is

Vegna basarundirbúnings

26.11.2018|Comments Off on Vegna basarundirbúnings

Kisur í heimilisleit verða EKKI sýndar fimmtudaginn 29. nóvember og föstudaginn 30. nóvember vegna basarundirbúnings. Áhugasamir eru velkomnir á jólabasarinn sem haldinn verður í Kattholti kl. 11-16 á laugardeginum, 1. desember. Þar verða yndislegar kisur [...]

Jólabasar 1. desember

20.11.2018|Comments Off on Jólabasar 1. desember

Hinn árlegi jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn laugardaginn 1. desember n.k. kl. 11-16 í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík. Á boðstólum verða fallegir munir er tengjast jólunum s.s. jólakort, merkispjöld, jólapappír, jólaskraut, handverk og handunnin kerti. [...]

Basardót-Jólabasar 2018

08.11.2018|Comments Off on Basardót-Jólabasar 2018

Jólaskraut, gjafavara og kisutengdur varningur óskast fyrir basarinn sem haldinn verður í Kattholti 1. desember nk. Þeir sem vilja gefa á basarinn geta komið með það í Kattholt á opnunartíma 9-17 (lokað 13-14) á virkum [...]

Bakkelsi óskast-Jólabasar 2018

08.11.2018|Comments Off on Bakkelsi óskast-Jólabasar 2018

Smákökur, tertur og annað bakkelsi Það styttist í árlegan jólabasar Kattavinafélags Íslands sem haldinn verður í Kattholti laugardaginn 1. desember kl. 11-16. Við leitum til kattavina sem eru tilbúnir að baka fyrir okkur og koma [...]

Klinksjóður fyrir svangar kisur

30.10.2018|Comments Off on Klinksjóður fyrir svangar kisur

Við höfum stofnað klinksjóð. Tökum við öllu klinki innlendu sem erlendu. Peningagjafirnar fara í að kaupa sjúkrafóður handa óskilakisum sem þurfa á sérstöku fæði að halda. Það má koma með klinkið í Kattholt, Stangarhyl 2. [...]

Ný hótelstýra í Kattholti

26.10.2018|Comments Off on Ný hótelstýra í Kattholti

Kisan Jasmín er orðin hótelstýra í Kattholti! Jasmín passar að allt fari vel fram á hótelinu og tekur á móti gestum í afgreiðslunni. Hér sést hún slaka á eftir erfiðan dag í vinnunni. Hún elskar [...]

Fóður fyrir Kattholt

26.10.2018|Comments Off on Fóður fyrir Kattholt

Hjá Gæludýr.is geta viðskiptavinir keypt fóður handa kisunum í Kattholti. Fóðurstyrkurinn er seldur í kílóavís og þú velur hversu mörg kíló þú kaupir og Gæludýr.is sér svo um að koma fóðrinu í Kattholt. Þessi stuðningur [...]

Allar fréttir >>